Færsluflokkur: Bloggar
4.4.2012 | 17:02
Gleðilega páska
Nú eruð þið komnar í páskafrí og næsta æfing er á miðvikudaginn eftir páska. Vonandi komið þið samt á leikinn í kvöld í Njarðvík.
Gleðilega páska og við sjáumst hress eftir páska.
kv. Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2012 | 21:12
Miðvikudagurinn
Hæ stelpur,
Í staðinn fyrir æfingu á miðvikudaginn, þá vill ég hvetja allar til þess að mæta í Njarðvík að styðja meistaraflokk kvenna í úrslitum Íslandsmóts.
Hér að neðan er tilkynning sem ég vill biðja ykkur um að benda foreldrum ykkar á og láta mig svo vita hvort að þið ætlið að koma með.
Tilkynning
Nú þurfa stelpurnar okkar á öllum okkar stuðningi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikur liðsins í úrslitum er á miðvikudagskvöld kl 19:15 í Njarðvík.
>
> Til stendur að rútuferð verði í boði á leikinn! Þeir sem hug hafa á því að nýta sér rútuferð á leikinn panti rútuferð hjá þjálfara sínum og gefi upp fjölda farþega. fargjaldið verður 1000 kr.
kv. Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2012 | 22:15
Áhugaverður fyrirlestur, endilega láta foreldra ykkar vita af þessu.
Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu. Þetta málefni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og meðal annars var Sigurður Ragnar í viðtali á Bylgjunni nýverið vegna þessa. Viðtalið má nálgast hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=10282
Mig langar til að hvetja þau félög og þjálfara sem fá þennan tölvupóst um að áframsenda hann á foreldra/foreldraráð.
Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.
Þessi áttundi fræðslufundur verður haldinn föstudaginn 30. mars klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.
Með kveðju,
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Fræðslusvið KSÍ
Vinnusími: 510-2977
GSM: 699-0722
dagur@ksi.is
kv. Ingvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2012 | 20:32
Ný blogg síða!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haukastelpur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar