Færsluflokkur: Bloggar

ÍR Nettómótið

Hæ hæ hæ

Þá er komið að næsta skemmtilega móti!!!

Helgina 1.-2. Desember n.k. mun ÍR standa fyrir stórmóti í samvinnu með Nettó. Mótið er fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru 2001-2006.
Keppt verður í Hertzhellinum sem við þekkjum væntanlega betur sem íþróttahús Seljaskóla og svo verður einnig keppt í Breiðholtsskóla.

Leikið verðu í 2 x 10 mínútur og verður leiktíminn ekki stöðvaður. Hver árgangur spilar sína leiki í lotu og því 25 mín. á milli leikja
Spilað verður 5 á 5 eða 4 á 4 eftir aldri (hef ekki fengið upplýsingar um það hvernig það lendir á okkar krökkum) STIGIN VERÐA EKKI TALIN ENDA ALLIR KOMNIR Í JÓLA-KEPPNISSKAP.

Okkar aldur keppir á eftirfarandi hátt saman:
9 ára drengir
8 ára drengir
8 og 9 ára stúlkur

Þáttökugjald er kr 2.000 á hvern leikmann. Allir þátttakendur fá verðlaun og boðið verður upp á jólahressingu við verðlaunaafhendingu. ATH JÓLASVEINAR MÆTA Á SVÆÐIÐ!!!!

Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig á bloggsíðunni og greiða þátttökugjald inn á reikning 0545-26-070913 kt: 170676-5649 og senda staðfestingu á sa@safir.is í síðasta lagi á morgun þar sem ég mun skrá lið og greiða fyrir mótið á morgun.

Ég hef tekið þátt í þessu móti áður og það hefur verið mjög skemmtilegt!!! Vonandi koma sem flestir.

Kveðja

Siggi


Stjörnustríð - mótið hjá Stjörnunni


Hæ hæ öll
Þá er pósturinn loksins kominn frá Stjörnunni.
Þar sem við erum að spila á sunnudaginn og strákarnir á laugardaginn þá fellur niður æfingin á laugardagsmorgun !!!

Leikjaplanið er í PDF skjalinu sem ég sendi sem viðhengi. Liðið okkar heitir HAUKAR 2. ATH MÆTING ER 25-30 mín fyrir fyrsta leik.

Ég setti upp eitt lið af því að ég hafði þær upplýsingar að það yrði spilað 5 á móti 5.
heyrði það svo í gær að það yrði spilað 4 á móti 4.


Það á að greiða liðstjóra liðsins 1500 krónur við skráninguna
Liðstjóri gangur svo frá mótsgjaldinu.

Það væri gott að fá meldingu ef krakkarnir komast ekki.

Liðstjórinn heitir Baldvin, og er pabbi hennar Júlíu

Alexandra Kristjánsd.
Anna Edda Gunnarsdóttir Smith
Bryndís Bjarnadóttir
Bryndís Daníelsdóttir
Dagbjört Hálfdánardóttir
Elín Símonardóttir
Helga Soffía Reynisdóttir
Hrefna Sif Sigurðardóttir
Júlía Katrín Baldvinsdóttir
Katrín Una Garðarsdóttir
Kristín Jóna Kristjónsdóttir
Sandra Karen Daðadóttir
Sólborg Birta Steinbergsdóttir


Pizzakvöld 25. okt

Fimmtudaginn 25. okt kl 18:00 verður pizzaveisla og video
Svo ég viti hve margar stelpur taka þátt þá þarf að skrá sig hérna.
Þetta kostar 750 krónur á stelpu - pizza og gos -
Hlakka til að sjá sem flestar

frá Íþróttastjóra

Kæru forráðamenn
Nú þurfa þeir sem eiga eftir að ganga frá æfingagjaldi fyrir barnið sitt að gera það sem allra fyrst.
Nú er það svo að eftir því sem líður á þá lækkar niðurgreiðslustyrkurinn sem í boði er frá bænum og þá þurfið þið forráðamenn góðir að greiða hærri upphæð.
Best er að fara í gegnum hafnarfjordur.is – mínar síður og klára að ganga frá greiðslu þar, munið að haka við þar sem stendur „Nota íþrótta- og tómstundastyrk“.

Mikilvægt er að ganga frá æfingagjaldi síns barns fyrir 1. nóv. Eftir það gildir sú regla, sem tekin var í notkun nú á þessu tímabili, að þeir iðkendur sem ekki hafa verið skráðir og greidd æfingagjöld fyrir, hafa ekki heimild til að taka þátt í mótum/leikjum á vegum félagsins. Þetta er gert til að allir sitji við sama borð varðandi greiðslu æfingagjalda.
Einnig minni ég á að hægt er að skipta æfingagjaldi í allt að 11 mánuði hvort sem er með greiðsluseðlum eða á kreditkort.

Með von um jákvæð viðbrögð,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka


Foreldrafundur

Næstkomandi mánudag (8/10) verður haldinn foreldrafundur aðÁsvöllum. Þar mun ég og íþróttastjóri Hauka fara yfir veturinn ásamt því að kynnabetur nýtt skráningarkerfi.

Fundurinn stendur frá 17:00-18:00.

Vonast til að sjá ykkur öll.

bestu kveðjur,

Sigurður


Æfingagjöld


Kæru forráðamenn
Nú er búið að opna fyrir kerfið sem sér um að taka á móti skráningu og greiðslu æfingagjalda. Það er búið að samkeyra kerfið (Nóri) við Hafnarfjarðarbæ og nú er hægt að fá niðurgreiðsluna strax með því að fara í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ eða að fara í gegnum haukar.is sem leiðir ykkur á mínar síður.
Þetta er breyting frá því sem áður var því nú greiða forráðamenn mismuninn milli heildaræfingagjalds og niðurgreiðslu. Hafnarfjarðarbær greiðir síðan mánaðarlega beint til íþróttafélaganna niðurgreiðsluhlutann.
Þannig að það sem áður var eins og það að fara inn á íbúagátt og merkja við niðurgreiðslu þrisvar yfir árið er ekki lengur til, einng þá fá forráðamenn strax niðurgreiðsluna og þurfa því ekki að fá endurgreitt frá félaginu.

Það helsta við þetta nýja kerfi er að forráðamenn verða að ganga frá æfingagjaldinu í síðasta lagi 10. október til að fá fulla niðurgreiðslu. Ef það tefst fram til 11. október þá fellur niður endurgreiðsla fyrir sept., ef skráð er 1.nóv. þá fellur niður greiðsla fyrir okt. o.s.frv. Við hvetjum því forráðamenn til að ganga frá greiðslu sem fyrst.

Hægt er að greiða með kreditkorti og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – enginn aukakostnaður.
Einnig er hægt að greiða með greiðsluseðli og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – hér er rukkað svokallað þjónustugjald sem er ca. 450 krónur á hverja greiðslu.

Hægt er að fá leiðbeiningar um hvernig skráning fer fram á slóðinni http://haukar.is/ibuagatt.
Við vekjum athygli á því að það verður að ganga frá greiðslu til að fá niðurgreiðsluna.


Sumaræfingar Hauka



Í sumar verða æfingar með svipuðu sniði og var gert í fyrrasumar og gekk það mjög vel. Þetta verða tvær 120 mín. æfingar (báðir salir á Ásvöllum) í viku, í 10 vikur. Inniæfingarnar verða frá kl. 16.00 – 18.00, þriðjudaga og fimmtudag. Á miðvikudögum verður svo styrktaræfing undir handleiðslu Kristjáns Ómars, samtals þrjár æfingar í viku í 10 vikur. Fyrir þessar 10 vikur (30 æfingar samtals) þá þarf að greiða 15.000 kr. + skráning í íbúagáttina. Þetta er 500 kr. fyrir hverja æfingu ef alltaf er mætt. Ekki er hægt að greiða minna en þetta, þó svo að krakkar geti ekki mætt allan tímann – einungis eitt gjald.

Þessar sumaræfingar eru fyrir krakka sem eru að byrja í 7 bekk á næsta ári (fædd árið 2000) og til unglinga fædda árið 1995. Ljóst er að margir iðkendur sem fæddir eru 1995 og 1996 verða að vinna á þessum tíma og komast ekki á þessar æfingar en þeir eru flestir að æfa með mfl. félagsins í sumar.

Byrjað verður þriðjudaginn 5. júní og verða æfingar allar vikur fram að verslunarmannahelgi en það verður frí vika eftir hana, þ.e. frí fyrstu vikuna í ágúst. Þetta eru 12 æfingar í júní, 13 æfingar í júlí og 6 æfingar í ágúst (sú fyrsta 7. ágúst).

Ívar Ásgrímsson verður yfirþjálfari og auk þess verða 2-3 aðstoðarþjálfarar á öllum æfingum. Krökkunum verður skipt niður eftir aldri og verður reynt að hafa þjálfunina eins einstaklingsmiðaða og hægt er. Lagt er áherslu á bolta- og skotaæfingar og verða allar æfingar gerðar með það í huga að krakkarnir séu alltaf með bolta í höndunum.

Einnig vil ég benda ykkur þjálfurum á það að æfingar fyrir krakka sem fædd eru árið 2000 og fyrr (12 ára og yngri á árinu) eru með æfingar í gegnum íþróttaskóla Hauka. Við erum með körfuboltaæfingar fyrir þessa krakka alla morgna frá kl. 9.00 – 12.00. Þetta verða boltaæfingar og spil og legg ég mikla áherslu á að þau mæti á þessar æfingar. Hægt að sjá nánar á heimasíðu Hauka í næstu viku.


Takk fyrir veturinn

Hæ stelpur,

Ég vildi bara þakka ykkur kærlega fyrir veturinn. Þið stóðuð ykkur rosalega vel og ég vona að þið verðið jafn duglegar í framtíðinni.

kv. Ingvar


Uppskeruhátíð

Kæru foreldrar
Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar verður haldið mánudaginn 14.maí hér í salnum á Ásvöllum.
Hátíðin hefst stundvíslega kl. 18:00 með hinum árlega BOLLAMEISTARA.
Þá verða afhent verðlaun fyrir uppskeru vetrarins og að lokum fá allir grillaðar pylsur og svala.

Allir velkomnir, iðkendur, foreldrar, ömmur, afar og allir hinir.

Fjölmennum (-:.

Áfram Haukar


Haukar - Njarðvík á laugardaginn

Hæ stelpur,

Enn og aftur býðst ykkur að fá að leiða meistaraflokk kvenna inn á völlinn fyrir leik þeirra í úrslitakeppninni. Núna þarf allt Haukafólk að fjölmenna á leikinn og býðst foreldrum iðkenda 2 fyrir 1 á leikinn, þ.e. þau fá tvo miða á verði eins inn á þennan leik. Allir iðkendur Hauka eiga að mæta í Haukabúningum sínum eða einhverju merkt Haukum. Svo væri best ef að allir myndu mæta í rauðu á leikinn svo að áhorfendapallarnir verði rauðir og flottir.

Þið eigið að mæta 15:30 á sama stað og venjulega fyrir undirbúninginn en leikurinn hefst klukkan 16:00

Allir að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar áfram í baráttunni um Íslandsmeistatitilinn.

kv. Ingvar


Næsta síða »

Þjálfari

Minnibolti 8-9ára karla
Sigurður Freyr Árnason sa@safir.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband