Áhugaverður fyrirlestur, endilega láta foreldra ykkar vita af þessu.

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu. Þetta málefni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og meðal annars var Sigurður Ragnar í viðtali á Bylgjunni nýverið vegna þessa. Viðtalið má nálgast hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=10282

Mig langar til að hvetja þau félög og þjálfara sem fá þennan tölvupóst um að áframsenda hann á foreldra/foreldraráð.

Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

Þessi áttundi fræðslufundur verður haldinn föstudaginn 30. mars klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.

Með kveðju,

Dagur Sveinn Dagbjartsson
Fræðslusvið KSÍ
Vinnusími: 510-2977
GSM: 699-0722
dagur@ksi.is

kv. Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Þjálfari

Minnibolti 8-9ára karla
Sigurður Freyr Árnason sa@safir.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband